Thursday, March 5, 2009
Mars Kom
Það hefur ýmislegt skeð síðan ég kom hér síðast og seti niður fáeinar línur. Ég hélt að vorið væri á næstu grösum og mín biði ein reisan enn til eyjunar grænu í suðri, þar sem bróðir min og má kona eru ný komin frá. En oft þegar manni finnst allt vera svo bjart framundan dimmir skindilega yfir öllu , og hrinja vonir sem og ljósið sem maður sá í fjarska, því að morgni 2 mars fékk ég þær sorgar fréttir að hann bróðir minn hafi ládist þennan morgun á sjúkra húsinu á Akranesi. Ég votta Siggu og fjölskildu samúð mína , ekki hefði mig órað fyrir þessu dagin áður þegar við spjöluðum saman í síma daginn áður, eins og við vorum vanir að spjala saman daglega ef ekki í síma þá á tölvuna, þín verður sárt saknað af mér við hvern á ég að þrasa í síman um allt á milli himins og jarðar svo ég gleimi ekki boltanum því ekki gátum við verið samála þar, enda ekki ástæða til allir verða að vera trúir sínu liði þú með þit manUTD og ég með westUTD. ég legst nú yfir það að muna bara allar góðu stundirnar og læt allt annað hverfa, við eigum eflaust eftir að þrátta á ný þó síðar verði.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég samhryggist þér innilega pabbi minn og vonandi birtir aftur til fljótlega. Læt fylgja með ljóð sem ég fann og finnst eiga sérstaklega vel við Valda frænda. Knús frá mér.
Ég er á langferð um lífsins haf. Sb. 720
Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni.
Mér stefnu frelsarinn góður gaf.
Ég glaður fer eftir henni.
Mig ber að dýrðlegum, ljósum löndum.
Þar lífsins tré gróa' á fögrum ströndum.
Við sumaryl og sólardýrð.
Og stundum sigli ég blíðan byr
og bræðra samfylgd þá hlýt ég
og kjölfars hinna er fóru fyrr
án fyrirhafnar þá nýt ég.
Í sólarljósi er særinn fríður
og sérhver dagurinn óðum líður,
er siglt er fyrir fullum byr.
En stundum aftur ég aleinn má,
í ofsarokinu berjast.
Þá skellur niðadimm nóttin á,
svo naumast hægt er að verjast.
Ég greini ei vita né landið lengur,
en ljúfur Jesús á öldum gengur,
um borð til mín í tæka tíð.
Mitt skip er lítið, en lögur stór
og leynir þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né sjór
því skipi, er Jesús má verja.
Hans vald er sama sem var það áður,
því valdi' er særinn og stormur háður.
Hann býður: Verði blíðalogn!
Þá hinsti garðurinn úti er,
ég eigi lönd fyrir stöfnum.
Og eftir sólfáðum sæ mig ber,
að sælum blælygnum höfnum.
Og ótal klukkur ég heyri hringja.
Og hersing ljósengla Drottins syngja.
Velkominn hingað heim til vor.
Lát akker falla ! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel þú æðandi dimma dröfn!
Vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í æginn falla.
Ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
Post a Comment